Nyan Win, utanríkisráðherra Búrma, hefur kennt pólitískum tækifærissinnum um óróann í landinu að undanförnu. Segir hann stjórnarandstæðinga hafa reynt að snúa smávægilegum mótmælum lítils hóps upp í meiriháttar átök. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Nyan Win sagði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að eðlilegt ástand væri nú komið á í landinu að nýju. Þá segir hann að fyrirhugaður fundur Ibrahim Gambari, sendimanns Sameinuðu þjóðanna, og Than Shwe, æðsta yfirmanns herstjórnarinnar í landinu, hafi farið fram en Gambari hafði beðið fundarins í fjóra daga.
Ekki hafa borist fréttir af því sem fram fór á fundinum en talið er líklegt að Than Shwe hafi sett fram sama viðhorf og Nyan Win gerði á allsherjarþinginu