Sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Búrma, Ibrahim Gambari, átti í dag annan fund sinn með Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna í landinu, sem situr í stofufangelsi á heimili sínu í Rangoon. Gambari hafði skömmu áður rætt við æðsta herstjórann, Than Shwe.
Eftir fundinn með Suu Kyi hélt Gambari til flugvallarins í Rangoon, þaðan sem hann flaug til Singapore.