Stór hluti Dana telur vinnuna ógna geðheilsu sinni

Starfsfólk í umönnunarstörfum telur starfið ógna geðheilsu sinni hvað mest.
Starfsfólk í umönnunarstörfum telur starfið ógna geðheilsu sinni hvað mest. Reuters

Fimmta hver kona á dönsk­um vinnu­markaði seg­ir vinnu­álag og tímaþröng ógna geðheil­brigði sínu, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í nýrri danskri könn­un. Sjötti hver karl­maður er sama sinn­is. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem unn­in var af Dan­marks Stati­stik, telja 19% karla og 16% kvenna á vinnu­markaði í Dan­mörku dag­lega streitu og álag á vinnustað ógna geðheil­brigði sínu. Enn fleiri telja að þess­ir þætt­ir ýti und­ir fé­lags­leg vanda­mál, and­legt og lík­am­legt of­beldi. Þannig tel­ur fjórða hver kona og fimmti hver karl í Dan­mörku vinnuaðstæður hafa nei­kvæð áhrif á líf sitt.

Fólk á aldr­in­um 30 til 54 ára finn­ur mest fyr­ir nei­kvæðum áhrif­um þess álags sem fylg­ir því að taka þátt í at­vinnu­líf­inu og fólk sem vinn­ur hjá hinu op­in­bera upp­lif­ir þessa þætti mun sterk­ar en þeir sem vinna í einka­geir­an­um. Þá telja þeir sem starfa við umönn­un­ar­störf störf sín ógna geðheilsu sinni hvað mest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert