Stór hluti Dana telur vinnuna ógna geðheilsu sinni

Starfsfólk í umönnunarstörfum telur starfið ógna geðheilsu sinni hvað mest.
Starfsfólk í umönnunarstörfum telur starfið ógna geðheilsu sinni hvað mest. Reuters

Fimmta hver kona á dönskum vinnumarkaði segir vinnuálag og tímaþröng ógna geðheilbrigði sínu, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri danskri könnun. Sjötti hver karlmaður er sama sinnis. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt könnuninni, sem unnin var af Danmarks Statistik, telja 19% karla og 16% kvenna á vinnumarkaði í Danmörku daglega streitu og álag á vinnustað ógna geðheilbrigði sínu. Enn fleiri telja að þessir þættir ýti undir félagsleg vandamál, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þannig telur fjórða hver kona og fimmti hver karl í Danmörku vinnuaðstæður hafa neikvæð áhrif á líf sitt.

Fólk á aldrinum 30 til 54 ára finnur mest fyrir neikvæðum áhrifum þess álags sem fylgir því að taka þátt í atvinnulífinu og fólk sem vinnur hjá hinu opinbera upplifir þessa þætti mun sterkar en þeir sem vinna í einkageiranum. Þá telja þeir sem starfa við umönnunarstörf störf sín ógna geðheilsu sinni hvað mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert