Vinnufíkn vaxandi vandamál í Danmörku

.
. AP

Rúmlega 100.000 Danir þjást nú af vinnufíkn, samkvæmt upplýsingum atvinnusjúkdómasérfræðings þar í landi og breiðist vandinn hratt út. Vinnufíkn mun líkt og önnur fíkn valda miklu álagi á líkamann, sem leiðir til hinna ýmsu heilsufarskvilla. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Fólk fær ánægju út úr því að fara í vinnuna og því meiri viðurkenningu sem það fær því meiri fullnægingu veitir það,” segir Bo Netterstrøm, yfirlæknir á læknastofunni Arbejdsmedicinsk Klinik í Hillerød sem sérhæfir sig í streitutengdum sjúkdómum. „Þetta gerir það að verkum að fólk er ánægt í vinnunni og það leiðir til þess að það leitar sér ekki aðstoðar. Þetta er ástand sem auðvelt er að rugla saman við heilbrigðan áhuga og fólk er yfirleitt virkilega langt leitt áður en það leitar sér aðstoðar."

Þá segir hann að vinufíkn sé ekki viðurkennt vandamál í Danmörku. Þetta leiði til þess að fólk ofkeyri sig og fari síðan í veikindafrí. Þegar fólk mæti til vinnu á ný komi vandamálið hins vegar í flestum tilfellum upp aftur. „Þetta er eins og að senda eiturlyfjaneytanda aftur út á götu,” segir sálfræðingurinn Pernille Rasmussen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert