8,5% egypsku þjóðarinnar háð ólöglegum lyfjum

Kannabislauf
Kannabislauf

Að minnsta kosti 8,5% egypsku þjóðar­inn­ar eða um sex millj­ón­ir manna, eru háðir ólög­leg­um lyfj­um, sam­kvæmt nýrri op­in­berri rann­sókn sem kynnt var í dag. Flest­ir fíkl­anna eru á aldr­in­um 15-25 ára.

Vin­sæl­asta eit­ur­lyfið nefn­ist Bango en það er kanna­bis­blanda sem var fund­in upp í Mið-Aust­ur­lönd­um, sam­kvæmt frétt Al-Ahram. Sam­kvæmt rann­sókn­inni er auðvelt að nálagst kókaín, heróín, e-töfl­ur og fleiri eit­ur­lyf á göt­um úti. talið er að um 439 þúsund börn séu háð eit­ur­lyfj­um í Egyptalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert