8,5% egypsku þjóðarinnar háð ólöglegum lyfjum

Kannabislauf
Kannabislauf

Að minnsta kosti 8,5% egypsku þjóðarinnar eða um sex milljónir manna, eru háðir ólöglegum lyfjum, samkvæmt nýrri opinberri rannsókn sem kynnt var í dag. Flestir fíklanna eru á aldrinum 15-25 ára.

Vinsælasta eiturlyfið nefnist Bango en það er kannabisblanda sem var fundin upp í Mið-Austurlöndum, samkvæmt frétt Al-Ahram. Samkvæmt rannsókninni er auðvelt að nálagst kókaín, heróín, e-töflur og fleiri eiturlyf á götum úti. talið er að um 439 þúsund börn séu háð eiturlyfjum í Egyptalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert