Bush beitir neitunarvaldi gegn lögum um tóbaksskatt

Bush telur að skatturinn sé of hár.
Bush telur að skatturinn sé of hár. Reuters

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush beitti neitunarvaldi sínu og undirritaði ekki lög sem þingið og fulltrúaþingið höfðu samþykkt um hækkun á tóbakssköttum. Hækkunin átti að afla um 35 milljarða Bandaríkjadala sem renna áttu til að veita um 10 milljón börnum heilbrigðistryggingu.

Bush telur að tóbaksskatturinn gangi of langt og að upprunaleg áform um að veita börnum frá láglaunafjölskyldum heilbrigðistryggingu þurfi ekki svo háa upphæð.

Fréttaritarar BBC telja að heilbrigðistryggingar fyrir börn verði eitt af kosningamálum í komandi forsetakosningum.

Þetta er einungis í fjórða sinn sem Bush beitir neitunarvaldi sínu sem forseti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert