Mótmælenda leitað á Búrma

Frá Yangon á Búrma
Frá Yangon á Búrma Reuters

Sjónvarpsstöð á vegum herforingjastjórnarinnar á Búrma greindi frá því í dag að hermenn leituðu nú mótmælenda og voru herbílar á ferð um götur stærstu borgar Búrma, Yangon, í nótt. Kölluðu hermenn í gjallarhorn að þeir væru með myndir af mótmælendum og að þeir yrðu handteknir.

Á sama tíma hefur sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna ekki gefið upp hvað hún muni gera í stöðu mála á Búrma.

Í frétt frá AP fréttastofunni kemur fram að ástandið sé að færast í eðlilegt horf í Yangon í dag og einhverjar verslanir séu opnar. Hins vegar sé almenningur í landinu dauðskelkaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka