Munkar reyna að komast frá Rangoon

Unnið að vegalagningu í Naypyitaw, nýrri höfuðborg Búrma, en hún …
Unnið að vegalagningu í Naypyitaw, nýrri höfuðborg Búrma, en hún er um 400 km norður af Rangoon. AP

Hópar búddamunka eru nú sagðir vera að reyna að komast frá Rangoon, stærstu borg Búrma. Mikið mun vera um munka á lestarstöðvum í borginni og nágrenni hennar en fréttir hafa borist af því að munkum hafi verið meinað að fara um borð í langferðabíla þar sem bílstjórar þeirra hafi óttast að þeir fengju ekki að kaupa bensín væru þeir með munka í bílunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Óljóst er hversu margir munkar hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu og hers landsins gegn mótmælendum að undanförnu en hermenn munu hafa leitað mótmælenda í borginni í nótt og m.a. handtekið tuttugu og fimm munka í hofi í nágrenni borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert