N-Kóreumenn slökkva á kjarnakljúfi sínum í Yongbyon fyrir áramót

Fulltrúar í ríkjanna sex sem áttu þátt kjarnorkuviðræðunum. Alexander Losyukov, …
Fulltrúar í ríkjanna sex sem áttu þátt kjarnorkuviðræðunum. Alexander Losyukov, fulltrúi Rússa, Chun Yung-woo, fulltrúi S-Kóreu, Kim Kye Gwan, fulltrúi N-Kóreu, Wu Dawei, fulltrúi Kína, Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjanna, og Kenichiro Sasae, fulltrúi Japans. AP

Yf­ir­völd í Kína segja að yf­ir­völd í Norður-Kór­eu hafa fall­ist á að slökkva á helsta kjarna­kljúfi sín­um í Yong­byon og veita ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um kjarn­orkuþróun sína fyr­ir 31. des­em­ber. Sam­komu­lagið mun hafa náðst í viðræðum full­trúa ríkj­anna með full­trú­um Banda­ríkj­anna, Jap­ans, Rúss­lands og Suður-Kór­eu í vik­unni.

Wu Dawei, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Kína, sem stjórnaði viðræðunum seg­ir að Banda­ríkja­mönn­um hafi verið falið að hafa eft­ir­lit með því að Norður-Kór­eu­menn standi við fyr­ir­heit sín. Þá seg­ir hann yf­ir­völd í Norður-Kór­eu hafa heitið því að veita „full­ar og sann­ar" upp­lýs­ing­ar um alla kjarn­orku­starf­semi sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka