N-Kóreumenn slökkva á kjarnakljúfi sínum í Yongbyon fyrir áramót

Fulltrúar í ríkjanna sex sem áttu þátt kjarnorkuviðræðunum. Alexander Losyukov, …
Fulltrúar í ríkjanna sex sem áttu þátt kjarnorkuviðræðunum. Alexander Losyukov, fulltrúi Rússa, Chun Yung-woo, fulltrúi S-Kóreu, Kim Kye Gwan, fulltrúi N-Kóreu, Wu Dawei, fulltrúi Kína, Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjanna, og Kenichiro Sasae, fulltrúi Japans. AP

Yfirvöld í Kína segja að yfirvöld í Norður-Kóreu hafa fallist á að slökkva á helsta kjarnakljúfi sínum í Yongbyon og veita nákvæmar upplýsingar um kjarnorkuþróun sína fyrir 31. desember. Samkomulagið mun hafa náðst í viðræðum fulltrúa ríkjanna með fulltrúum Bandaríkjanna, Japans, Rússlands og Suður-Kóreu í vikunni.

Wu Dawei, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sem stjórnaði viðræðunum segir að Bandaríkjamönnum hafi verið falið að hafa eftirlit með því að Norður-Kóreumenn standi við fyrirheit sín. Þá segir hann yfirvöld í Norður-Kóreu hafa heitið því að veita „fullar og sannar" upplýsingar um alla kjarnorkustarfsemi sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert