Ibrahim Gambari, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna vegna Búrma, flutti öryggisráði SÞ í dag skýrslu um ferð sína til landsins og sagði að stjórnvöld í Búrma yrðu að gera sér grein fyrir því, að það gæti haft alvarlegar alþjóðlegar afleiðingar hvernig mótmæli í landinu voru bæld niður með hervaldi nýlega.
Gambari sagði, að mótmælin í Búrma væru afleiðing djúpstæðrar og útbreiddrar óánægju vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna íbúa landsins.