Aðgerðir gegn mótmælendum í Búrma geta haft alvarlegar afleiðingar

Ibrahim Gambari og Aung San Suu Kyi.
Ibrahim Gambari og Aung San Suu Kyi. Reuters

Ibrahim Gambari, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna vegna Búrma, flutti öryggisráði SÞ í dag skýrslu um ferð sína til landsins og sagði að stjórnvöld í Búrma yrðu að gera sér grein fyrir því, að það gæti haft alvarlegar alþjóðlegar afleiðingar hvernig mótmæli í landinu voru bæld niður með hervaldi nýlega.

Gambari sagði, að mótmælin í Búrma væru afleiðing djúpstæðrar og útbreiddrar óánægju vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna íbúa landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert