Indversk stjórnvöld, sem gagnrýnd hafa verið fyrir afskiptaleysi af ástandinu í Búrma undanfarið, hafa skorað á herforingjastjórnina í Búrma að láta Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga lýðræðissinna í landinu, lausa úr stofufangelsi. Fréttaskýrendur telja að Indverjar, ásamt Kínverjum og Bandaríkjamönnum, geti helst haft áhrif á þróun mála í Búrma.