Jason Lewis kominn heim eftir 13 ára hnattferð

Breski ævintýramaðurinn Jason Lewis komst á leiðarenda í dag er hann kom til Greenwich í nágrenni Lundúna eftir þrettán ára ferðalag um heiminn án þess að notast við annað vélarafl en eigin líkama. Lewis, sem er fertugur að aldri, lauk ferðalaginu með því að sigla á fótstignum bát upp Thames. Hafði hann þá lagt 74 þúsund kílómetra að baki í hnattferð sem hófst í júlí 1994 á sama stað.

Lewis hefur oft komist í hann krappann í ferðalaginu, hann fótbrotnaði á báðum, bát hans hvolfdi á Atlantshafinu, krókódíll reyndi að elta hann í Ástralíu og hann var handtekinn grunaður um njósnir í Egyptalandi. Átti hann yfir höfði sér allt að fjörtíu ára fangelsi hefði hann verið fundinn sekur.

Allt um ferðalag Lewis á Wikipedia

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert