Vesturveldin þrýsta á stjórnvöld í Búrma

Mótmæli í Búrma.
Mótmæli í Búrma. AP

Vesturveldin hafa dreift yfirlýsingu á fundi Sameinuðu þjóðanna þar sem þau fordæma „ofbeldisfulla kúgun“ stjórnvalda í Búrma gagnvart mótmælendum í landinu.

Bandaríkin, Frakkland og Bretland hafa kallað eftir því að viðræður við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma hefjist þegar í stað, og þá hafa Bandaríkin gefið í skyn að þau muni þrýsta á að stjórnvöld í Búrma verði beitt refsiaðgerðum.

Kínverjar hafa hinsvegar sagt að slíkar aðgerðir muni aðeins leiða til beinna átaka.

Á sama tíma munu ýmis mannréttindasamtök standa fyrir alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings mótmælendum í Búrma.

Viðburðirnir munu eiga sér stað kl. 12 að staðartíma í Austurríki, Ástralíu, Belgíu, Kanada, Frakklandi, Indlandi, Írlandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Suður-Kóreu, Spáni, Taílandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert