Malasía þrýstir á viðræður í Búrma

Aung San Suu Kyi hefur fengið boð um hugsanlegar viðræður …
Aung San Suu Kyi hefur fengið boð um hugsanlegar viðræður við herstjórnina í Búrma, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. AP

Stjórnvöld í Malasíu hafa hvatt herinn í Búrma til að sleppa öllum skilyrðum fyrir viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma. Utanríkisráðherra Malasíu, Syed Hamid Albar, segir að þetta sé nauðsynlegt svo alþjóðasamfélagið beiti Búrma ekki frekari þrýstingi.

Ríkisfjölmiðlar í Búrma hafa greint frá því að hershöfðinginn Than Shwe hafi samþykkt að funda með Suu Kyi, en aðeins ef hún bindi enda á að kallað verði eftir því að alþjóðasamfélagið beiti búrma refsiaðgerðum.

Malasía og ASEAN, samtök Suðaustur-Asíuríkja sem Búrma á aðild að, eru einnig mótfallin því að landið verði beitt refsiaðgerðum, líkt og Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa kallað eftir.

Fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert