Í dái eftir moskítóbit

Bresk­ur ferðamaður ligg­ur nú á sjúkra­húsi í dái eft­ir að hann smitaðist af ban­vænni veiru­sýk­ingu. Maður­inn smitaðist af aust­ur­ríkja-hesta­heila­bólgu (e. Ea­stern Equine Encephalit­is), sem er afar sjald­gæf­ur sjúk­dóm­ur, þegar moskítófluga beit hann í Banda­ríkj­un­um að sögn fjöl­skyldu hans. Lækn­ar segja að hann sé fyrsti Evr­ópumaður­inn sem hafi smit­ast af þess­um sjúk­dómi.

Talið er að maður­inn, sem er 35 ára, hafi fengið moskítóbit er hann var við veiðar í New Hamps­hire í sum­ar. Hann veikt­ist þann 31. ág­úst sl. degi eft­ir að hann kom aft­ur heim til Skot­lands frá Banda­ríkj­un­um. Tveim­ur dög­um síðar missti hann meðvit­und.

Ef hann lif­ir þetta af þá má hann eiga von á því að verða al­var­lega hreyfi­hamlaður það sem eft­ir er æv­inn­ar að sögn ætt­ingja hans. Hann ligg­ur nú á sjúkra­húsi í Ed­in­borg.

Veiru­sýk­ing­in er tal­in vera einn al­var­leg­asti sjúk­dóm­ur sem moskítóflug­ur í Norður-Am­er­íku geti borið með sér.

Veiruna er aðallega að finna í aust­ur­héruðum Banda­ríkj­anna og um þriðjung­ur þeirra sem smit­ast lát­ast af völd­um sjúk­dóms­ins. Að sögn lækna er hvorki til lækn­ing né bólu­efni við sjúk­dómn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert