Che Guevara minnst

Í dag er þess minnst í Santa Clara á Kúbu og víðar að liðin eru 40 ár frá því byltingamaðurinn og frelsishetjan Che Guevara var tekinn af lífi í Bólivíu. Che fæddist í Argentínu 14. júní 1928.

Che fæddist í Argentínu 14. júní 1928. Hann útskrifaðist sem læknir og gekk skömmu síðar í hóp skæruliða Fidels Castros. Hann var höfuðsmaður í byltingarher Castros, síðan bankastjóri eftir að Castro náði völdum á Kúbu og fljótlega ráðherra.

Skömmu eftir aftökuna var gert veggspjald af Che og síðan hefur myndin af honum verið eftirsótt vara. „Það jafnast ekkert á við þetta," segir sýningarstjóri farandsýningar með myndum af Che og bendir á að engin önnur ímynd hafi lifað eins lengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert