Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, hefur boðið Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra í Kaliforníu, í heimsókn til að ræða umhverfismál. Ekki hefur enn borist svar. Í boðinu, sem sent var fyrir viku, hrósar utanríkisráðherrann frammistöðu ríkisstjórans í umhverfismálum.
„Ég vona að þú sjáir þér fært að þekkjast boðið og hlakka til áhugaverðra skoðanaskipta um loftslagsbreytingar, kolefnishreinsun og -geymslu, endurnýjanlega orkugjafa og önnur málefni,“ sagði ennfremur í boði ráðherrans, að því er Dagens Næringsliv greinir frá.