Segja Abbas ekki hafa vald til að framfylgja friðarsamningum

Palestínumenn á markaði við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.
Palestínumenn á markaði við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem. AP

Leyniþjónusta Ísraelshers hefur lýst yfir efasemdum um að fyrirhuguð ráðstefna um deilur Ísraela og Palestínumanna í Annapolis í Maryland í Bandaríkjunum í nóvember muni skila nokkrum árangri. Samkvæmt greiningu sérfræðinga stofnunarinnar mun hugsanlegt friðarferli fyrst og fremst stranda á því að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafi ekki vald til að framfylgja skuldbindingum Palestínumanna, koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir og tryggja öryggi í borgum Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ísraelsher fer nú með öryggismál í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum en heimastjórn Palestínumanna fer með stjórn annarra málefna þeirra.

Þá hefur leyniþjónustan varað ísraelsk yfirvöld við því að láta undan kröfum Palestínumanna um að palestínskir fangar verði látnir lausir úr fangelsum í Ísrael og að vegatálmar verði fjarlægðir á Vesturbakkanum fyrir ráðstefnuna þar sem miklar líkur séu á því að Palestínumenn muni ekki endurgjalda Ísraelum velviljann í verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert