Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir friðarverðlaunum Nóbels með loftslagsnefnd …
Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir friðarverðlaunum Nóbels með loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Reuters

Al Gore, fyrr­um vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna deila friðar­verðlaun­um Nó­bels í ár fyr­ir að safna sam­an og koma á fram­færi þekk­ingu á lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um og leggja grund­völl að nauðsyn­leg­um aðgerðum til að mæta þess­um breyt­ing­um. Verðlauna­nefnd norska Stórþings­ins til­kynnti þetta klukk­an 9 að ís­lensk­um tíma.

Gore, sem bauð sig fram sem for­seta Banda­ríkj­anna árið 2000 en tapaði þá fyr­ir Geor­ge W. Bush, hef­ur síðan verið í far­ar­broddi vit­und­ar­vakn­ing­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar. Heim­ild­ar­mynd hans, An Incon­venient Truth, sem fjall­ar um af­leiðing­ar þess­ara breyt­inga, hef­ur verið sýnd í kvik­mynda­hús­um um all­an heim við metaðsókn og fékk Óskar­sverðlaun­in fyrr á þessu ári.

Í lofts­lags­nefnd SÞ sitja um 3000 veður­fræðing­ar, haffræðing­ar, sér­fræðing­ar í ísmynd­un, hag­fræðing­ar og aðrir sér­fræðing­ar. Nefnd­in hef­ur fjallað um hlýn­un jarðar og lagt fram áætl­un um aðgerðir.

Friðar­verðlaun Nó­bels nema um 10 millj­ón­um sænskra króna, jafn­v­irði um 100 millj­óna ís­lenskra króna. Þau verða af­hent í Ósló 10. des­em­ber á dán­ar­dægri Al­freds Nó­bels, sem lést árið 1896. Verðlaun­in voru fyrst veitt árið 1901.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka