Bush ætlar að funda með Dalai Lama

Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að hann hyggðist hitta Dalai Lama, hinn útlæga andlega leiðtoga Tíbeta, í næstu viku. Talið er víst að Kínverjar muni reiðast ákvörðun Bush.

Kínverjar hafa þegar mótmælt því að ákveðið var að veita Dalai Lama orðu á vegum bandaríska þingsins. Talsmenn Hvíta hússins gera lítið úr mikilvægi fundarins, en talið er víst að fundurinn muni auka enn á óánægju kínverskra stjórnvalda.

Kínverjar hafa áður lýst sig andvíga því að þjóðir eða persónur ,,noti Dalai Lama til að skipta sér af kínverskum innanríkismálum".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert