Hollendingar banna ofskynjunarsveppi vegna Íslendings

Ofskynjunarsveppir verða bannaðir í Hollandi í kjölfar slysa.
Ofskynjunarsveppir verða bannaðir í Hollandi í kjölfar slysa. mbl.is/Halldór Kolbeins

Hollenska ríkisstjórnin hyggst banna sölu á ofskynjunarsveppum í kjölfar óhappa þar sem ferðamenn hafa látist eða slasast eftir að hafa neytt ofskynjunarsveppa. Í fréttaflutningi erlendra fjölmiðla er einn Íslendingur sem slasaðist eftir að hafa neytt sveppa nefndur sem ástæðan fyrir lagabreytingunni.

Meðal þeirra sem nefndir eru sem ástæðan er fyrir banninu samkvæmt fréttavef BBC er Íslendingur sem fótbrotnaði á báðum fótum eftir að hafa stokkið fram af svölum eftir að hafa neytt ofskynjunarsveppa.

Sala þurrkaðra ofskynjunarsveppa er bönnuð í Hollandi því í þeim er ofskynjunarefnin psilocybin og psilocin sterkari en ferskir sveppir hafa verið leyfðir.

Raddir um að ferskir sveppir verði einnig bannaðir hafa heyrst í kjölfar þess að 17 ára frönsk stúlka sem var í skólaferðalagi í Amsterdam stökk fram af húsþaki eftir að hafa neytt sveppa síðast liðinn mars.

BBC greinir einnig frá dönskum ferðalangi sem ók bíl sínum ógætilega um tjaldstæði og lá við stórslysi en hann mun hafa neytt ofskynjunarsveppa og einni er minnst á Íslendinginn sem brotnaði á báðum fótum eftir að hafa stokkið fram af svölum í kjölfar sveppaneyslu.

Talsmenn svepparæktenda og sveppasölu í Hollandi segja að það væri synd að banna þá þar sem fólkið sem um ræðir hafi allt neytt þeirra með öðrum eiturlyfjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert