Tyrkneskir fjölmiðlar skýra frá því að skæruliðar aðskilnaðarsinnaðra Kúrda hefðu skotið á tyrkneska hermenn yfir landamærin frá Írak. Fregnir sem hafa borist af særðum hermönnum hafa ekki verið staðfestar. Tyrkir hafa undanfarnar vikur aukið herafla sinn við landamærin en 15 tyrkneskir hermenn hafa látist í skærum við landamærin í vikunni.
forsætisráðherra Tyrklands hefur enn ekki látið undan þrýstingi landsmanna sinna um að hefja árásir yfir landamærin.
Bandaríkin eru mótfallin því að Tyrkir geri árásir inn í Norður-Írak þar sem það er eini landshlutinn þar sem friður ríkir en eru þurfa eigi að síður að eiga góð samskipti við Tyrki vegna fjölmargra bandarískra herstöðva þar í landi.