Átján milljarðar dollara horfnir í Írak

Írakar syrgja við grafir ættingja sinna í Najaf í dag.
Írakar syrgja við grafir ættingja sinna í Najaf í dag. AP

Radhi Hamza al-Radhi, fyrrum yfirmaður spillingardeildar írösku lögreglunnar, segir átján milljarða Bandaríkjadollara hafa horfið úr gögnum hins opinbera í landinu frá árinu 2004 og að rannsóknir hans á þessu tímabili hafi leitt í ljós a.m.k. 3.000 spillingarmál. Radhi, segir einnig að yfirvöld í landinu hafi gert allt til að koma í veg fyrir rannsóknir embættisins og að ráðist hafi verið á starfsmenn þess og fjölskyldur þeirra.

Radhi flúði frá Írak fyrr á þessu ári þar sem hann sagðist óttast um líf sitt. Fyrr í þessum mánuði staðhæfði hann fyrir bandarískri þingnefnd að Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, héldi verndarhendi yfir ættingjum sínum sem tengist spillingarmálum.

Yfirvöld í Írak hafa vísað staðhæfingum Radhi á bug og segja hann sjálfan eiga ákærur vegna spillingar yfir höfði sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert