Herstjórnin í Búrma herðir tökin

Ibrahim Gambari erindreki hitti herstjórana í Búrma. Than Shwe, Maung …
Ibrahim Gambari erindreki hitti herstjórana í Búrma. Than Shwe, Maung Aye, Thura Shwe Mann og Thein Sein. Reuters

Herstjórnin í Búrma hefur handtekið þrjá leiðtoga lýðræðissinna sem stóðu fyrir mótmælum gegn stjórninni í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem handteknir voru er Htay Kywe sem skipulagði fyrstu mótmælagöngurnar og var áberandi í andófi sínu í mótmælunum 1988.

Samkvæmt fréttavef BBC og AP fréttastofunni fóru handtökurnar fram um leið og mörg þúsund manna tóku þátt í opinberum samkomum á götum Rangoon til styrktar herstjórninni.

BBC segir að margir séu þar augljóslega gegn vilja sínum.

Erindreki Sameinuðu Þjóðanna, Ibrahim Gambari sem fyrr í þessum mánuði fundaði með herstjórninni mun hyggjast á fleiri heimsóknir til Búrma á næstunni.

Nú munu fáir eða engir leiðtogar stúdentamótmælanna 1988 ganga lausir. Hinir sem teknir voru til fanga í nótt samkvæmt tilkynningu frá Amnesty International eru Thin Thin Aye einnig þekktur sem Mie Mie og Aung Htoo.

Htay Kywe og Min Ko Naing tveir af leiðtogum stúdentauppreisnarinnar …
Htay Kywe og Min Ko Naing tveir af leiðtogum stúdentauppreisnarinnar 1988. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert