Myrti systur sínar

Maður á þrítugsaldri hefur verið hnepptur í varðhald grunaður um að hafa myrt systur sínar tvær í bænum Kotka á Suðaustur-Finnlandi. Maðurinn sem er 21 árs bjó hjá foreldrum sínum ásamt systrum sínum sem voru 14 og 16 ára. Ekki er ljóst hvers vegna eða hvernig morðin voru framin en málið komst upp í gærkvöldi.

Samkvæmt netútgáfu Finnlandssænska blaðsins Hufvudstadsbladet hefur lögreglan ekki gefið upp nein smáatriði í þessu máli. Morðin voru framin á heimilinu sem er í rólegu úthverfi bæjarins.

Að sögn lögreglu bendir þó ekkert til að bróðirinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert