Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr

Páfi vígir presta til biskups en samkynhneigð er ekki liðin …
Páfi vígir presta til biskups en samkynhneigð er ekki liðin í Páfagarði. Reuters

Vatíkanið hefur staðfest að háttsettur prestur sem starfar á skrifstofu þess hefur verið látinn hætta störfum eftir að hann kom fram í ítölskum sjónvarpsþætti og ræddi þar opinskátt um samkynhneigð sína. Presturinn hefur tímabundið verið látinn hætta störfum á meðan rannsókn fer fram sagði faðir Frederico Lombardi, talsmaður Vatíkansins.

Lombardi sagði að framkoma prestsins sem ekki hefur verið nefndur á nafn, væri ósambærileg stöðu hans innan alheimsmiðstöðvar kaþólsku kirkjunnar.

Presturinn leyfði sjónvarpsstöð að mynda sig við störf á skrifstofu í Vatíkaninu og þó að rödd hans hafi verið bjöguð og ekki hafi sést í andlit hans segir BBC að samstarfsmenn hans hafi auðveldlega getað borið kennsl á hann.

Presturinn sagðist ekki líta svo á að hann lifði í synd þó að hann væri samkynhneigður en hann sagðist þurfa að halda kynhneigð sinni leyndri vegna kenninga kirkjunnar í þessum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka