Í kjölfar könnunar sem Lundúnablaðið Sunday Telegraph lét gera hefur forsætisráðherrann Gordon Brown verið hvattur til að skýra frá hugmyndum sínum og „framtíðarsýn sinni fyrir Bretlands hönd” eins og Lord Falconer fyrrum stuðningsmaður Tony Blair.
BBC skýrði frá þessu en í könnun Sunday Telegraph kemur fram að breski Íhaldsflokkurinn fengju 43%, Verkamannaflokkurinn 36% og Frjálslyndi Jafnaðarmannaflokkurinn 14%.
Úrtakið í könnuninni voru rúmlega 1000 manns og sýnir hún að Íhaldsflokkurinn nýtur nú meiri vinsælda en hann hefur gert undanfarin 15 ár.
Einungis eru tvær vikur síðan Verkamannaflokkurinn hélt landsfund sinn og var þá með 11 stiga forystu í skoðanakönnunum. En vinsældir Íhaldsflokksins hafa að öllum líkindum aukist vegna tillagna þeirra um breytingar á erfðaskatti og deilna um brotthvarf breska heraflans frá Írak og vangaveltum um haustkosningar sem ekki varð af.