Kastró hringdi í sjónvarpsþátt Chavez

Önnur myndanna, sem birtar voru af Kastró og Chavez í …
Önnur myndanna, sem birtar voru af Kastró og Chavez í dag. AP

Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hringdi í sjónvarpsþátt Hugo Chavez, forseta Venesúela, í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem Kastró kemur fram í beinni útsendingu í fjölmiðlum frá því í febrúar. Skömmu áður hafði Chavez sýnd myndband frá fundi þeirra þar sem hann söng sálma fyrir Kastró og kallaði hann föður allra byltingarmanna.

„Ég verð afar snortinn þegar þegar þú syngur um Che," sagði Kastró við Chavez þegar hann hringdi í sjónvarpsþáttinn Alo, Presidente! Var hann þar að vísa til Ernesto „Che" Guevara, sem Chavez helgaði þáttinn í dag.

„Andrúmsloftið er rafmagnað," sagði Chavez, greinilega ánægður með að Kastró skyldi hringja.

Fyrr í dag birtu fjölmiðlar á Kúbu tvær nýjar opinberar myndir af Kastró og Chavez saman en gáfu engar upplýsingar um heilsu leiðtogans, sem afsalaði sér af heilsufarsástæðum á síðasta ári völdum til bráðabirgða til Raúls bróður síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert