Kaþólskum prestum rænt í Írak

Bandarískir hermenn á vettvangi sprengjutilræðisinsí Bagdad í dag.
Bandarískir hermenn á vettvangi sprengjutilræðisinsí Bagdad í dag. AP

Níu létu lífið er sprengja sprakk við mosku sjíta í Bagdad í dag en átján létu lífið í sprengjutilræði og skotárás sem fylgdi í kjölfar hennar í landinu í gær. Þá hvatti Benedikt XVI páfi uppreisnarmenn í Írak til þess í dag að sleppa tveimur kaþólskum prestum sem rænt var við útför í landinu í gær. Sagði páfi fréttirnar af ráni mannanna hafa vakið upp samvisku allra þeirra sem láti sig góðmennsku og frið í Írak varða.

Mennirnir eru prestar sýrlensku kirkjunnar í Mosul. Þeir voru á leið til útfarar er vopnaðir menn sátu fyrir bíl þeirra og drógu þá á brott. Ekki var greint frá atvikinu fyrr en í dag þar sem fulltrúar kaþólsku kirkjunnar í Írak höfðu vonast til að ræningjarnir hefðu samband og settu fram kröfur um lausnargjald fyrir mennina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert