Aukin nýliðun í þorskstofninum í Norðursjó

Reuters

Nýliðun þorsks hef­ur auk­ist í Norður­sjó, annað árið í röð. Þetta er niðurstaða nýrr­ar alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar á ástandi þors­stofns­ins í Norður­sjó. Hins veg­ar er mælt með því að áfram verði þorskveiðar á svæðinu háðar tak­mörk­un­um á næsta ári.

Þorsk­stofn­inn í Norður­sjó minnkaði um­tals­vert á tveim­ur síðustu ára­tug­um vegna of­veiði, sam­kvæmt skýrslu In­ternati­onal Council for the Explorati­on of the Sea, eða ICES, en von­ir standa til þess að hann eigi eft­ir að ná fyrri stærð á ný, sam­kvæmt skýrsl­unni sem verður gerð op­in­ber á föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka