Barnaleikfang sem nýtist í hernaði

Marcelle Shriver með lager af Silly String heima hjá sér.
Marcelle Shriver með lager af Silly String heima hjá sér. Reuters

Bandarískir hermenn hafa fundið út úr því að hægt er að nota ódýrt barnaleikfang til að þefa uppi faldar sprengjur í yfirgefnum húsum og hefur leikfangið verið sent í þúsunda tali til herliðsins í Írak. Silly String nefnist leikfangið, en það er plastfroða í þrýstibrúsa og geta hermenn skotið frauðstreng sem stífnar í loftinu inn í herbergi til að gæta að strengjum sem gætu verið tengdir földum sprengjum.

Marcelle Shrivers, móðir hermanns mun standa að því átaki að senda um 80 þúsund brúsa af Silly String til Íraks en það hefur gengið erfiðlega því það má ekki hvaða flutningsfyrirtæki sem er flytja þrýstibrúsa.

Shrivers frétti frá syni sínum að hermenn notuðu leikfangið til að finna sprengjur og hóf hún söfnun í kirkjunni sinni og var bílskúrinn hennar brátt yfirfullur af Silly String brúsum en erfiðlega gekk að finna flutningafyrirtæki en þó fór svo að hún fann fyrirtæki sem bauðst til að flytja sendinguna henni að kostnaðarlausu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert