Forseti Kína lýsir áhyggjum af vaxandi launamun

Hu Jintao, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, með Jiang …
Hu Jintao, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, með Jiang Zemin, forvera sínum í embætti, á þingi flokksins í morgun. AP

Hu Jintao, for­seti Kína, lýsti yfir áhyggj­um af mis­skipt­ingu auðæfa og vax­andi launamun í Kína í setn­ing­ar­ræðu sinni á þingi kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins í dag.

„Við höf­um á heild­ina litið náð til­tölu­lega þægi­leg­um lífs­gæðum en það þarf að fylgj­ast vel með til­hneig­ingu til launamun­ar og snúa þeirri þróun við,” sagði hann. „Það er enn tölu­verður fjöldi fólks, bæði í borg­um og sveit­um sem býr við lág laun og jafn­vel fá­tækt. Það verður sí­fellt erfiðara að sam­ræma hags­muni allra aðila”

Þingið er haldið á fimm ára fresti og er stefna flokks­ins mótuð þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka