Forseti Kína segir Kommúnistaflokkinn hafa ekki orðið við kröfum fólksins

Hu Jintao sést hér fremstur á myndinni. Yfir 2.200 fulltrúar …
Hu Jintao sést hér fremstur á myndinni. Yfir 2.200 fulltrúar flokksins eru viðstaddir flokksþingið. AP

Hu Jintao, forseti Kína, sagði í setningarræðu sinni í dag að kínverski kommúnistaflokkurinn, sem hann leiðir, hafi ekki náð að verða við þeim kröfum sem íbúar landsins gera til flokksins.

Hu gagnrýndi jafnframt við upphaf 17. flokksþingsins þá embættismenn sem eru eyðslusamir, sóunargjarnir og spilltir. Gagnrýni forsetans kemur á sama tíma og hann mat árangur flokksins fyrir framan helstu leiðtoga hans.

Auk þess að gagrýna flokkinn fyrir árangur undanfarinna ár ræddi hann einnig framtíðarmarkmið hans. Eitt af því er að stefna að auknum hagvexti og að byggt verði upp „hæfilega auðugt þjóðfélag“ fyrir árið 2020.

Þingið er haldið á fimm ára fresti og er stefna flokksins mótuð þar til framtíðar.

Þetta kemur fram á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert