Alþjóðasamtökin Blaðamenn án landamæra kynnti í dag lista þar sem löndum er raðað niður eftir því hversu sterka stöðu prentfrelsi hefur í þeim löndum og er Ísland í fyrsta sæti en Eritrea í því neðsta. Næst á eftir Íslandi eru Noregur, Eistland, Slóvakía og Belgía. Erítrea tók neðsta sætið í ár en þar hafði Norður-Kórea áður dúsað.
Erítrea hlaut neðsta sætið eftir að sjálfstæðir fjölmiðlar í einkaeign voru bannaðir þar í landi og blaðamönnum sem gagnrýndu stjórnvöld voru fangelsaðir. Fjórir þeirra hið minnsta hafa látist.
Bandaríkin eru í 48. sæti á listanum en meðal hinna fimm neðstu eru Kúba, Íran, Túrkmenistan, Norður-Kórea og Erítrea.
Nokkur lönd hafa hlotið lof samtakanna fyrir að hafa gefið fjölmiðlum aukið frelsi, það voru Máritanía, Úrúgvæ, Níkaragva og Nepal.