Blaðamenn án landamæra setja Ísland í fyrsta sætið

Prentfrelsi þykir hvað mest á Íslandi.
Prentfrelsi þykir hvað mest á Íslandi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Alþjóðasamtökin Blaðamenn án landamæra kynnti í dag lista þar sem löndum er raðað niður eftir því hversu sterka stöðu prentfrelsi hefur í þeim löndum og er Ísland í fyrsta sæti en Eritrea í því neðsta. Næst á eftir Íslandi eru Noregur, Eistland, Slóvakía og Belgía. Erítrea tók neðsta sætið í ár en þar hafði Norður-Kórea áður dúsað.

Erítrea hlaut neðsta sætið eftir að sjálfstæðir fjölmiðlar í einkaeign voru bannaðir þar í landi og blaðamönnum sem gagnrýndu stjórnvöld voru fangelsaðir. Fjórir þeirra hið minnsta hafa látist.

Bandaríkin eru í 48. sæti á listanum en meðal hinna fimm neðstu eru Kúba, Íran, Túrkmenistan, Norður-Kórea og Erítrea.

Nokkur lönd hafa hlotið lof samtakanna fyrir að hafa gefið fjölmiðlum aukið frelsi, það voru Máritanía, Úrúgvæ, Níkaragva og Nepal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert