Drykkjarvatnið í Ósló óhæft til neyslu

Giardia er frumdýr sem finnst um allan heim. Til eru …
Giardia er frumdýr sem finnst um allan heim. Til eru margar tegundir Giardia, en Giardia lamblia er sú sem veldur sýkingum í mönnum, að því er segir á vef Landlæknisembættisins. AP

Íbúar Ósló voru varaðir við því í dag að drekka beint úr krananum eftir að í ljós kom að mögulega hættuleg sníkjudýr hafi fundist í vatnsbóli borgarinnar.

Starfsmenn vatnsveitu og hreinlætisstofnunar Ósló fundu sníkjudýrin í gær, en um er að ræða agnarsmá dýr sem kallast Giardia lamblia og cryptosporidium. Þau fundust á þremur stöðu í Storo, en það er svæði sem fær allt vatn sitt líkt og 80% Óslóarborgar frá Oset-vatnsbólinu.

„Þetta er sama bakterían sem olli vatnsdrykkjarfaraldrinum í Björgvin,“ sagði Kjetil Berg, sem er svæðisstjóri matvælaeftirlitsins, í samtali við norska blaðið Aftenposten.

A.m.k. 6.000 manns veiktust í Björgvin haustið 2004 vegna Giardia-faraldursins. Um 150 manns þjást enn af ógleði, vanlíðan og meltingarvandræðum vegna faraldursins.

„Eftir að hafa rætt við matvælaeftirlitið, heilbrigðissvið borgarinnar og forstöðumanns smitsjúkdómavarna, þá hefur sú ákvörðun verið tekin að ráðleggja öllum íbúum að sjóða allt vatn í að a.m.k. þrjár mínútur áður en það er notað til drykkjar, eldamennsku eða til þess að bursta tennurnar,“ segir í yfirlýsingu sem heilbrigðissvið borgarinnar sendi frá sér í dag.

Sníkjudýrin eiga rætur sínar að rekja til manna- eða dýrasaurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka