Benedikt páfi útnefndi 23 nýja rómversk-kaþólska kardínála í dag. Þeirra á meðal eru 18 kardínálar sem munu eiga sæti í leynilegum páfakjörsfundi sem hefur, líkt og nafnið gefur til kynna, það verkefni að kjósa eftirmann páfa.
Þeir sem voru útnefndir til þess að eiga sæti í fundinum koma frá Ítalíu, Argentínu, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi, Spáni, Írlandi, Frakklandi, Senegal, Indlandi, Mexíkó, Brasilíu og Kenía. Þeir eru allir undir áttræðu.
Sjálf athöfnin mun fara fram 23. nóvember nk. Frá þessu greindi páfi á Péturstorgi að viðstöddu fjölmenni.
Þetta er í annað sinn frá því hann var kjörinn páfi í apríl 2005 að páfi hafi útnefnt nýja kardínála. Í mars í fyrra útnefndi hann 15, segir á vef Reuters.