Segist launsonur Margrétar prinsessu

Robert Brown, 52 ára end­ur­skoðandi frá Jers­ey á Englandi hef­ur kraf­ist þess að fá að sjá erfðaskrá Mar­grét­ar prins­essu, syst­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar, sem lést árið 2002, 71 árs að aldri. Brown tel­ur að hann sé óskil­get­inn son­ur Mar­grét­ar og flug­her­manns­ins Peter Town­send.

Mar­grét og Town­send áttu í ástar­sam­bandi um miðja síðustu öld, Brown fædd­ist árið 1955 í Kenýa og er son­ur Cynt­hiu Joan Brown og Douglas Rich­ard Brown, en móðir hans starfaði sem mód­el fyr­ir kjóla­hönnuð Elísa­bet­ar drottn­ing­ar. Brown tel­ur að for­eldr­ar hans hafi samþykkt að ætt­leiða hann svo ekki yrði kon­ung­legt hneyksli vegna óléttu prins­ess­unn­ar.

Tel­ur Brown að hans sé getið í erfðaskrár Mar­grét­ar, en hún skildi eft­ir sig um 7,6 millj­ón­ir punda.

Dóm­stól­ar og aðrir hafa lýst mikl­um efa­semd­um vegna krafna Brown og hug­mynd­ir hans sagðar veru­leikafirrt­ar. Hins veg­ar er mögu­legt að mál hans verði tekið fyr­ir þar sem dóm­ar­ar segja málið vekja upp spurn­ing­ar hvort rétt sé að erfðaskrár meðlima kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar séu lokaðar al­menn­ingi.

Erfðaskrár hátt settra meðlima kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hafa verið inn­siglaðar frá ár­inu 1911, og al­menn­ingi meinaður aðgang­ur að þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert