Staðfest að loftárás hafi beinst gegn kjarnorkurannsóknarstöð

Útvarpsstöð Ísraelshers greindi frá því í dag að sýrlenskir embættismenn hafi staðfest að skotmark loftárásar Ísraelshers á sýrlenskt landsvæði þann 6. september hafi verið kjarnorkurannsóknarstöð í byggingu. Þeir segja byggingu stöðvarinnar þó hafa verið mjög skammt á veg komna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Haft er eftir fulltrúa Sýrlendinga hjá Sameinuðu þjóðunum að Ísraelsher hafi ráðist á kjarnorkurannsóknarstöð en ekki landbúnaðarrannsóknarstöð þar sem unnið hafi verið að jarðvegsrannsóknum, eins og Sýrlendingar héldu upphaflega fram.

Áður hefur Bashar Assad Sýrlandsforseti staðhæft að árásin hafi verið gerð á gamla og ónothæfa hernaðarbyggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert