Læknar á Indlandi fengu nýverið það erfiða verkefni að fjarlægja tannbursta úr nefi konu sem átti erfitt með að útskýra hvernig tannburstinn rataði þangað.
Konan leitaði til sjúkrahúss í Mumbai fyrir tveimur mánuðum vegna sárra verkja í nefi. Þegar röntgenmynd var tekin af nefi konunnar kom í ljós 7,5 sentimetra langur tannbursti, eða hluti af tannbursta, samkvæmt frétt Mumbai Mirror. Að sögn konunnar var hún að bursta tennurnar þegar eiginmaður hennar ýtti alveg óvart við henni með þeim afleiðingum að tannburstinn brotnaði í höndum hennar. „Ég hélt á neðri hluta tannburstans en gat ekki fundið efri hluta hans. Fljótlega byrjaði að blæða úr nefinu," sagði konan í samtali við Mumbai Mirror.
Í kjölfarið fór hún að finna fyrir andþyngslum og skrýtin lykt barst úr nösum hennar. Jafnframt tók hún oft andköf upp úr þurru.
Að sögn læknisins sem skar upp konuna sagði í samtali við Mumbai Mirror að lyktin sem barst frá nefi konunnar hafi verið skelfileg og það hafi verið hrein og klár heppni að konan lést ekki af völdum tannburstans.