Íbúar Ósló óttaslegnir vegna sníkjudýrs - þrír hafa smitast

Giardia sníkjudýrið.
Giardia sníkjudýrið. AP

Bráðamót­tök­ur sjúkra­húsa í Ósló bár­ust um 250 sím­töl frá áhyggju­full­um borg­ar­bú­um í gær eft­ir að yf­ir­völd höfðu ráðlagt þeim að sjóða krana­vatnið vegna Gi­ar­dia-sníkju­dýrs­ins sem hef­ur fund­ist í vatn­inu. Þrír hafa smit­ast.

„Það varð al­gjör spreng­ing í sím­töl­um til okk­ar yfir dag­inn, sér­stak­lega eft­ir að fólk fór að koma heim úr vinn­unni,“ sagði Anne Kat­hrine Nore, sem starfar á bráðamót­töku í Ósló, í sam­tali við norsku frétt­stof­una NTB.

Nore seg­ir að viðbrögð fólks hafi ekki komið henni á óvart. Sér­stak­lega í ljósi þess hve fjöl­miðlar hafa sýnt mál­inu mik­inn áhuga. Hún seg­ir að flest­ir þeirra sem hafi sett sig í sam­band við sjúkra­hús­in hafi aðeins verið að leita upp­lýs­inga í tengsl­um við málið. Aðrir voru hvatt­ir til þess að hafa sam­band við heim­il­is­lækni sinn.

Í gær­kvöldi lágu sjö sjúk­ling­ar á bráðamót­tök­unni vegna melt­ing­ar­vand­ræða sem tengj­ast sýk­ing­unni. Nore seg­ir að það sé yfir meðallagi.

Í dag fékkst það staðfest að fjöl­skylda í Ósló, faðir og tveir syn­ir hans, hafa smit­ast af Gi­ar­dia sníkju­dýr­inu. Ekki ligg­ur fyr­ir hvar þeir veikt­ust.

„Það er mjög óvenju­legt að sníkju­dýr finn­ist í þrem­ur í sömu fjöl­skyld­unni,“ sagði lækn­ir­inn Dag Ber­ild, hjá Aker-há­skóla­sjúkra­hús­inu í sam­tali við Af­ten­posten.

Smit­hætta er sögð vera lít­il og að hún sé bund­in við Storo-hverfið í Ósló.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka