Kínverjar segjast hafa kallað sendiherra Bandaríkjanna í Peking á sinn fund í dag til að mótmæla harðlega að Dalai Lama hafi verið heiðraður í Washington.
„Kínverski utanríkisráðherrann, Yang Jiechi, hefur [...] kallað sendiherra Bandaríkjanna (Clark) Randt á sinn fund til að lýsa yfir hörðum mótmælum að hálfu kínversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins.
Hann segir að Yang hafi kallað eftir því við Randt að Bandaríkin hætti að skipta sér af innri málum Kína og að þau taki ákveðin skref í því skyni að verja tengsl Kína og Bandaríkjanna.
George W. Bush Bandaríkjaforseti verðlaunaði Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð, í gær æðstu verðlaun sem óbreyttur borgari getur fengið í Bandaríkjunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur birst opinberlega með Dalai Lama, sem Kínverjar segja að sé hættulegur og ýti undir það að Tíbetar krefjist sjálfstæðis.
Bush hitti Dalai Lama einnig á þriðjudag á heimili sínu í Hvíta húsinu.