Pútín vill að Bandaríkin tímasetji brottför hers síns frá Írak

Vladimir Pútín Rússlandsforseti er hann svaraði spurningum almennings í sjónvarpi …
Vladimir Pútín Rússlandsforseti er hann svaraði spurningum almennings í sjónvarpi í dag. AP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði er hann sat fyrir svörum í sjónvarpi í Rússlandi í dag að hann vilji að Bandaríkjamenn tímasetji fyrirhugaða heimkvaðningu herliðs síns frá Írak. Þá sagði hann að á meðan Bandaríkjamenn víki sér undan því að setja fram ákveðna dagsetningu séu írösk yfirvöld ekki undir neinum þrýstingi að byggja upp öryggissveitir sínar.

Pútín sagði einnig að barátta Bandaríkjamanna í Írak væri tilgangslaus barátta gegn írösku þjóðinni og að hann þakki Guði fyrir það að Rússland sé ekki Írak heldur hafi Rússar nægan styrk til að verja sig og hagsmuni sína bæði innan Rússlands og annars staðar í heiminum.

Þetta var í sjötta skipti á valdatíma Pútíns sem hann hefur svarað spurningum almennings í sjónvarpi en rúmlega milljón fyrirspurnir bárust frá almenningi vegna fyrirspurnatímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert