Pútín vill að Bandaríkin tímasetji brottför hers síns frá Írak

Vladimir Pútín Rússlandsforseti er hann svaraði spurningum almennings í sjónvarpi …
Vladimir Pútín Rússlandsforseti er hann svaraði spurningum almennings í sjónvarpi í dag. AP

Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti sagði er hann sat fyr­ir svör­um í sjón­varpi í Rússlandi í dag að hann vilji að Banda­ríkja­menn tíma­setji fyr­ir­hugaða heim­kvaðningu herliðs síns frá Írak. Þá sagði hann að á meðan Banda­ríkja­menn víki sér und­an því að setja fram ákveðna dag­setn­ingu séu ír­ösk yf­ir­völd ekki und­ir nein­um þrýst­ingi að byggja upp ör­ygg­is­sveit­ir sín­ar.

Pútín sagði einnig að bar­átta Banda­ríkja­manna í Írak væri til­gangs­laus bar­átta gegn ír­ösku þjóðinni og að hann þakki Guði fyr­ir það að Rúss­land sé ekki Írak held­ur hafi Rúss­ar næg­an styrk til að verja sig og hags­muni sína bæði inn­an Rúss­lands og ann­ars staðar í heim­in­um.

Þetta var í sjötta skipti á valda­tíma Pútíns sem hann hef­ur svarað spurn­ing­um al­menn­ings í sjón­varpi en rúm­lega millj­ón fyr­ir­spurn­ir bár­ust frá al­menn­ingi vegna fyr­ir­spurna­tím­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert