Fregnir herma að í það minnsta 30 hafi látist og rúmlega 100 séu særðir eftir tilræði sem gert var við bílalest Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, í kvöld. Tvær sprengingar eru sagðar hafa orðið við bílalestina sem flutti Bhutto í gegn um Karachi í átt að hátíðarhöldum í tilefni heimkomu hennar. Rúður í bifreið Bhutto sprungu en hún er þó sögð ómeidd og er hún komin í öruggt skjól.
Bhutto kom til Pakistan í dag eftir átta ára útlegð, henni munu hafa boris morðhótanir eftir að hún sagðist munu snúa aftur ti Pakistan, en ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðinu.