31 lést í ferjuslysi í Indónesíu

Að minnsta kosti 31 lét lífið og 125 var bjargað eftir að ferja sökk skammt frá indónesísku eyjunni Sulawesi. Þetta er enn eitt samgönguslysið sem á sér stað í landinu að undanförnu að sögn embættismanna.

Íbúar sem búa skammt frá bænum Bau Bau, sem er á suðausturhluta Sulawesi, segjast hafa heyrt í fólki öskra eftir hjálp eftir að ferjunni hafði hvolft um kl. 21 í gærkvöldi (kl. 13 að íslenskum tíma).

Ferjan, sem er 22ja metra löng, sökk er hún var í nokkurra km fjarlægð frá ströndinni, en farþegarnir klifruðu upp á þak ferjunnar til þess að hringja úr farsímum sínum eftir þeim hafði gengið illa að ná sambandi.

Það varð til þess að ferjunni hvolfdi að sögn embættismanna. Talið er að á bilinu 150-190 manns hafi verið um borð í ferjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert