Hóta að fara naktar í mótmælagöngu

Mörg hundruð vænd­is­kon­ur í Bóli­víu eru reiðubún­ar að berj­ast gegn siðsemdar­átaki er bein­ist gegn starf­semi þeirra með því að fara nakt­ar í mót­mæla­göngu um göt­ur höfuðborg­ar­inn­ar, La Paz, að því er talskona þeirra greindi frá í dag. Reiður múgur vann í síðustu viku mik­il skemmd­ar­verk á öl­stof­um og vænd­is­hús­um í út­hverfi borg­ar­inn­ar.

Í kjöl­far óeirðanna í síðustu viku ákváðu bóliv­ísk yf­ir­völd að loka yfir eitt þúsund vænd­is­hús­um í út­hverf­inu, El Alto. Skipu­leggj­end­ur siðsemdar­átaks­ins hafa kraf­ist þess að borg­ar­yf­ir­völd lokuðu fjöl­mörg­um vænd­is­hús­um og fylgdu eft­ir banni við að fólk und­ir lögaldri ætti þar viðskipti. Einnig var þess kraf­ist að tryggt yrði að vænd­is­hús væru hvergi nærri kirkj­um, skól­um og sjúkra­hús­um.

Lily, talskona vændis­k­venn­anna, hótaði því að þær myndu „fara nakt­ar í mót­mæla­göngu“ og ekki mæta í op­in­bert heilsu­eft­ir­lit ef ekki yrði látið af aðgerðum gegn starf­semi þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert