Kanadískur barnaníðingur handtekinn

Christopher Paul Neil.
Christopher Paul Neil. AP

Kanadískur barnaníðingur sem leitað hefur verið að um allan heim var handtekinn í Taílandi að sögn lögreglu. Christopher Paul Neil, sem er 32ja ára gamall kennari, var handsamaður í norðausturhluta landsins. Hann er grunaður um að hafa misnotað 200 drengi og birt myndir af misnotkuninni á netinu.

Interpol hafði kallað eftir aðstoð almennings við að finna manninn eftir að tölvusérfræðingar náðu að afrugla mynd af Neil sem hann hafði birt á netinu.

Hann kom til Taílands í síðustu viku frá Suður-Kóreu þar sem hann hafði starfað sem enskukennari.

Lögreglan í Taílandi, Kambódíu og Víetnam hafa ákaft leitað að Neil frá því hann kom til svæðisins.

Fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert