Watson: „Ég er miður mín“

James Watson.
James Watson. AP

Banda­ríski vís­indamaður­inn James Wat­son, sem olli miklu uppþoti með því að láta falla niðrandi orð um vits­muni blökku­manna, sneri heim til Banda­ríkj­anna í dag, eft­ir að ferð hans til Bret­lands til að kynna nýja bók sína var af­lýst, og hann var leyst­ur frá störf­um á rann­sókna­stofn­un í New York.

Wat­son öðlaðist heims­frægð og hlaut Nó­bels­verðlaun­in fyr­ir þátt sinn í upp­götv­un­inni á upp­bygg­ingu erfðaefn­is­ins. Hann hef­ur beðist af­sök­un­ar á orðum sín­um.

„Ég er miður mín yfir því sem gerst hef­ur,“ sagði Wat­son. „En um­fram allt fæ ég ekki skilið hvernig ég gat sagt það sem eft­ir mér var haft.“

Í viðtali við breska blaðið The Sunday Times sagði Wat­son, sem er 79 ára, að hann væri mjög svart­sýnn á framtíðhorf­ur í Afr­íku „vegna þess að við mót­un fé­lags­legr­ar stefnu er alltaf gengið út frá því að Afr­íku­bú­ar séu jafn­gáfaðir okk­ur - en all­ar rann­sókn­ir segja annað.“ Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að all­ir væru jafn­ir, en „þeir sem þurfa að glíma við svarta starfs­menn kemst að því að svo er ekki.“

Wat­son var í Bretlandi að kynna nýja bók sína, sem heit­ir Að forðast leiðin­legt fólk: Lex­í­ur ævi­starfs í vís­ind­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert