Engin svefnlyf í yngri systkinum Madeleine

Kate og Gerry McCann.
Kate og Gerry McCann. Reuters

Breska blaðið Even­ing Stand­ard seg­ir, að rann­sókn­ir hafi sýnt að tveim­ur yngri systkin­um bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann hafi ekki verið gef­in svefn­lyf. Talsmaður McCann fjöl­skyld­unn­ar hef­ur neitað að tjá sig um frétt­ina.

Portú­galska lög­regl­an hef­ur lýst þeirri skoðun, að þau Kate og Gerry McCann hafi gefið börn­um sín­um þrem­ur svefn­lyf áður en þau voru skil­in eft­ir í hótel­íbúð í Portúgal í byrj­un maí en Madeleine, 4 ára dótt­ir hjón­anna, hvarf það kvöld.

McCann­hjón­in hafa full­yrt að þau hafi aldrei gefið börn­um sín­um svefn­lyf og ef frétt breska blaðsins er rétt styrk­ir það mál­flutn­ing þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert