Engin svefnlyf í yngri systkinum Madeleine

Kate og Gerry McCann.
Kate og Gerry McCann. Reuters

Breska blaðið Evening Standard segir, að rannsóknir hafi sýnt að tveimur yngri systkinum bresku stúlkunnar Madeleine McCann hafi ekki verið gefin svefnlyf. Talsmaður McCann fjölskyldunnar hefur neitað að tjá sig um fréttina.

Portúgalska lögreglan hefur lýst þeirri skoðun, að þau Kate og Gerry McCann hafi gefið börnum sínum þremur svefnlyf áður en þau voru skilin eftir í hótelíbúð í Portúgal í byrjun maí en Madeleine, 4 ára dóttir hjónanna, hvarf það kvöld.

McCannhjónin hafa fullyrt að þau hafi aldrei gefið börnum sínum svefnlyf og ef frétt breska blaðsins er rétt styrkir það málflutning þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka