Lengsta brú í Þýskalandi, sem tengir meginlandið og eyjuna Rügen í Eystrasalti, var vígð í dag. Brúin er 4,1 km löng, og hæst er hún 42 metra yfir sjónum. Þrjár akreinar eru á brúnni, og á hún að geta annað allt að 23.000 bílum á dag. Rügen er vinsæll ferðamannastaður, og er því reiknað með að brúin muni fljótt borga sig, en aðeins tók þrjú ár að byggja hana.