Sex fundust látin í kanadísku húsi

Að minnsta kosti sex manns fundust látnir í íbúð í úthverfi Vancouver í Kanada í gær. Að sögn blaðsins Vancouver Sun fundu slökkviliðsmenn fólkið eftir að hafa fengið tilkynningu um gasleka. Að sögn lögreglunnar er óljóst hvort um er að ræða afleiðingar uppgjörs glæpaflokka eða hvort einn úr hópnum hefur drepið hina og framið síðan sjálfsmorð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka